We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Lestin / The Train

from Andr​ý​mi by Hlín Leifsdóttir & Morton

supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $1 USD  or more

     

lyrics

The train

The train runs and runs and runs
runs by fields and woods
by rivers and lakes
by farmland and mountains

A little boy sits by the window
looking at the foreign landscape
thinking to himself
I will never see this again
none of this

I will never see this tree again
I will never see this mountain again
And not this bird
and not these flowers
and not these straws
And not this
And not this either

He looks on, and on,
stunned by life’s latest discovery:
The hour of good bye

He then realizes that he forgot to say goodbye to everyone

He looks on, and on,
on everything passing by
incessantly saying
Goodbye tree
Goodbye flowers
Goodbye straws
Goodbye grass
Goodbye stream
Goodbye mountain

Goodbye
Goodbye
Goodbye

He looks at his face hover over everything that passes by
and abandons him
He looks deeply into the blue eyes in the windowpane
and says goodbye to the boy who didn’t know the hour of goodbye


On and on the years pass
and on and on the train runs
as everything passes endlessly by the window

In the little boy’s seat
an old man is sitting
who never looks out the window

Outside a foreign landscape passes by
but it doesn't concern the old man
He turns the pages of his local paper from back home
reading obituary after obituary
looking into the eyes of the photographs
one by one
saying in his mind

Goodbye Jón the baker
Goodbye Guðmundur the shoemaker
Goodbye Sigga the teacher
Goodbye Óli my friend
Goodby Gunna, my dear aunt

He softly strokes the cheeks of the photographs
The newspaper colours his fingers black
He dries the tears from under his eyes
and the ink from the paper dyes black strokes across his cheeks

He happens to look out the window
and for a moment it is as though they are all standing along the road
waving goodbye to him

Jón the baker
Guðmundur the shoemaker
Sigga the teacher
Óli his friend
Gunna his aunt
and all the others

A multitude of dead people
is forming a line along the traintracks

Suddenly he realizes that this is exactly the same place
that he thought he would never see again
when he was a little boy

The dead people along the train tracks dissolve
as though from joy
while he looks out the window, saying in his mind

Hello tree
Hello straw
Hello flower
Perhaps not the same flower
but certainly a descendant of that flower
that I saw here as a child

Hello stream
not quite the same as back then
no more than anyone else in this world
Another water
browner
yet running along the same path as before

Hello old gravel road
Hello phonelines

Hello bird
Where are you going?

Suddenly he notices the old man in the window
with streaks of newspaper ink on his face
reminiscent of tribal warrior paint
His face hovers over everything
trees
fields of straw
lakes

It also hovers above the open newspaper that is reflected in the glass
and the faces in the obituaries

Over phonelines
Over mountains
Over birds
Over rivers
Over everything that abandons
and disappears

He alone is always there even when everything else passes by

Suddenly it is as though he has never seen this face before
He looks deeply into the eyes of the stranger
and asks him:
Who are you then
you who is always here
you who never leaves me
but hovers over it all
all that fades away
all that abandons
Who are you?

He looks deeper and deeper into the eyes of the old man
bluer than the heaven, endlessly passing by

And he
who has never believed
finally asks, hesitantly

Are you perhaps God?

Then the sun bursts out from the clouds
turning the gray hair golden once more
And as the streaks of black newspaper ink from the obituaries
roll down the glass like raindrops
the wrinkles and the circles under his eyes
fade away with them

And there he is again
the boy who said goodbye to the whole world a long time ago

He smiles
and says with wondrous joy

“Good bye old man.

Come out to play.”


_____

Lestin


Lestin brunar og brunar og brunar
framhjá ökrum og skógum
ám og lækjum
túnum og fjöllum

Lítill drengur situr við gluggann
virðir fyrir sér framandi landslag
og hugsar
ég sé þetta þá aldrei aftur
ekkert af þessu

Ég sé þetta tré aldrei aftur
Ég sé þetta fjall aldrei aftur
og ekki þennan fugl
og ekki þessi blóm
og ekki þessi strá
Og ekki þetta
Og ekki þetta heldur

Hann horfir og horfir
agndofa yfir nýjustu uppgötvun lífsins,
kveðjustundinni

Áttar sig svo á því að hann gleymdi víst að kveðja alla

Hann horfir og horfir
á allt líða hjá
og segir í sífellu
Bless tré
Bless blóm
Bless gras
Bless strá
Bless lækur
Bless fjall

Bless
Bless
Bless

Hann horfir á andlit sitt sveima yfir öllu sem líður hjá
og yfirgefur
horfir djúpt í blá augun í rúðunni
og kveður drenginn sem þekkti ekki kveðjustundina

Árin líða og líða
og alltaf brunar lestin
meðan allt líður endalaust framhjá glugganum

Í sæti litla drengsins
situr nú gamall maður
sem horfir aldrei út um gluggann

Fyrir utan líður framandi landslag
en gamla manninn varðar ekkert um það
Hann flettir hverfisblaðinu að heiman
og les minningargrein eftir minningargrein
horfir í augu ljósmyndanna
eina af annarri
og segir í huganum

Bless Jón bakari
Bless Guðmundur skósmiður
Bless Sigga kennari
Bless Óli vinur
Bless Gunna frænka

Hann strýkur vanga ljósmyndanna varlega í kveðjuskyni
blaðið litar flettandi fingurna svarta
Hann strýkur tárin úr augnkrókunum
og prentsvertan litar svartar rákir á vanga hans

Honum verður litið út um gluggann
og andartak finnst honum eins og þau standi öll við vegarkantinn
og vinki honum í kveðjuskyni

Jón bakari
Guðmundur skósmiður
Sigga kennari
Óli vinur
Gunna frænka
og allir hinir

Ótal dánar manneskjur
standa í röð meðfram lestarteinunm

Allt í einu áttar hann sig á því að þetta er þá einmitt staðurinn
sem hann hélt að hann myndi aldrei sjá aftur
þegar hann var lítill drengur

Dána fólkið við vegarkantinn leysast upp
eins og í fögnuði
á meðan hann horfir út um gluggann og segir í huganum

Halló tré
Halló strá
Halló blóm
Kannski ekki sama blóm
en eflaust afkomandi blómsins
sem óx hérna þegar ég var barn

Halló lækur
að vísu ekki samur og þá
ekki frekar en neinn okkar
í þessum heimi
Annað vatn
brúnna
sem rennur þó sömu slóð

Halló gamli malarvegur
Halló símasnúrur

Halló fugl
Hvert ertu að fara?

Skyndilega sér hann gamla manninum í rúðuglerinu
með prentsverturákirnar á andlitinu
eins og stríðsmálningu
Andlit hans sveimar yfir öllu
trjám
stráum
lækjum

Það sveimar líka yfir opnu dagblaðinu sem speglast í glerinu
og andlitunum í minningargreinunum

Yfir símasnúrum
yfir fjöllum
yfir fuglum
yfir ám
yfir öllu sem yfirgefur
öllu sem hverfur

Hann einn er alltaf þarna
þótt allt annað líði hjá

Allt í einu er eins og hann hafi aldrei áður séð þetta andlit
Hann horfir djúpt í augu ókunnuga mannsins
Og spyr hann:
Hver ertu þá
þú sem ert alltaf hérna
þú sem aldrei ferð frá mér
en sveimar yfir öllu
öllu sem hverfur
öllu sem yfirgefur

Hver ertu?

Hann horfir dýpra og dýpra í augu gamla mannsins, blárri en himininn sem streymir framhjá

Og hann
sem hefur aldrei trúað
spyr loks í hikandi undrun

Ert þú kannski Guð?

Þá brýst sólin fram úr skýjunum
og gráa hárið litast gyllt
og prentsverturákirnar af minningargreinum
leka niður rúðuna eins og regndropar
hrukkurnar og baugarnir undir augunum
skolast í burtu með þeim

Og þá er hann þarna aftur
Litli drengurinn sem kvaddi allan heiminn endur fyrir löngu

Hann brosir
og segir undurglaðlega:

“Bless gamli maður

Komdu út að leika.”

credits

from Andr​ý​mi, track released January 10, 2023
Poetry, Voice : Hlín Leifsdóttir
Music: Morton

Produced and mixed by ANNA V. at “Sanctuary North Studio”
Mastered by Alen Milivojevic

℗ +The Institute [for Experimental Arts] Records
theinstitute.info

More info, demos policy: theinstitute.info/records/
Contact, bookings: theinstitutecontact@gmail.com

license

all rights reserved

tags

about

Hlín Leifsdóttir & Morton Reykjavík, Iceland

Contemporary Classical/Spoken Word duet featuring Icelandic poet soprano Hlín Leifsdóttir and Greek composer Morton brings poetry to a new era, extending the boundaries of Icelandic through captivating musical expression. Production:ANNA V.
Mastering :Alen Milivojejvic
... more

contact / help

Contact Hlín Leifsdóttir & Morton

Streaming and
Download help

Report this track or account

Hlín Leifsdóttir & Morton recommends:

If you like Hlín Leifsdóttir & Morton, you may also like: