We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Andr​ý​mi

by Hlín Leifsdóttir & Morton

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $7 USD  or more

     

1.
Whiteweight (translated by Meg Matich) When the sky strains bare trees night dangles from their branches onto the shoulders of a slight woman on the walk home with a plastic bag, overfull with its own emptiness ⸺ now, we won’t bring him up When a little boy with a torn kite Sweeps the sky with the beating of frayed wings ⸺ now, we won’t say one word about him When the woman looks up and sees the treetops have scraped the sky to blood and the boy gapes in wonder at the leafless trees, now stretching their branches toward a return of the red leaves they‘ve lost ⸺ we will not ⸺ least of all now ⸺ speak of him And later when we’ve long wandered into the woods and the birds have flown off leaving in their stead white quiet on the branches the sound of footsteps, muffled our footprints, covered the path back finally lost as the sky pinkens ⸺ Then we will never again speak ⸺ not a single word ⸺ of him Instead, we‘ll remember in the midst of the white silence of grains of snow that forgot to melt into rain in the warming air on the way to earth And isn’t it fitting that just as we lose our voices we remember they‘ll never have a voice? Much less beat against the iron roof and the windowpanes of the little attic room lulling the child to sleep No, no more than we who can no longer whisper are made able to sing We remember them as the path back vanishes and branches bend under the heft of silence ⸺ And we hope he’s sound asleep ⸺ We hope he’s dreaming sweetly ⸺ We will never mention him again. ______ Hvítflæði Þegar himininn sligar nakin trén og nóttin dettur af greinunum niður á herðar lítillar konu sem gengur heim á leið með plastpoka fullan af skorti þá skulum við ekki minnast á hann Þegar lítill drengur með slitinn flugdreka fyllir loftið af slætti trosnaðra vængja ⸺ þá skulum við ekki minnast einu orði á hann Þegar konan lítur upp og sér að trjátopparnir hafa rispað himininn til blóðs en drengurinn horfir með undrun á lauflaus trén teygja greinarnar fram og það er eins og þarna séu þau komin aftur rauðu laufin sem þau misstu ⸺ þá skulum við ekki, ⸺ nei allra síst þá ⸺ minnast á hann Og seinna þegar við erum komin lengst inn í skóginn og fuglarnir eru allir flognir burt og hvít þögnin hefur sest á greinarnar í þeirra stað og kæfir fótatökin og fyllir fótspor okkar svo leiðin til baka týnist fyrir fullt og allt á meðan himininn litast bleikur ⸺ Þá minnumst við aldrei framar ⸺ nei ekki stöku orði ⸺ á hann En minnumst í staðinn mitt í hvítri þögninni snjókornanna sem gleymdu að breytast í regn í hlýnandi loftinu á leið til jarðar Því er það ekki viðeigandi svona rétt á meðan við missum röddina okkar að minnast þeirra sem aldrei fengu rödd? Hvað þá að þeir fengju að bylja á bárujárnsþaki og gluggarúðum á litlu kvistherbergi og svæfa lítið barn Nei ekki frekar en að við sem getum ekki einu sinni hvíslað lengur fengjum að syngja Minnumst þeirra á meðan leiðin til baka hverfur og greinarnar fyllast af þögn ⸺ Og við skulum vona að hann sofi vel ⸺ Við skulum vona að hann dreymi vel ⸺ Við skulum aldrei minnast á hann aftur
2.
The Lost One Before he steps outside the front door he leaves himself behind at home. He shows up without himself at the cafe. There sits his daughter, who is no longer his daughter. „“Would you like some chocolate cake and a cup of cocoa?“ he asks. „No thanks,“ she says. „No, you've grown so big. Would you like some coffee?“ „I only drink green tea,“ she says. „I see,“ he says, lowers his gaze, thinking: „What a relief that I am still at home.“ But when he comes back home it appears that he has gone. He walks towards the window looks into the garden and sees himself lying out there in the layers of darkness: The Lost One. ____ Meinvill í myrkrunum lá. Áður en hann stígur út um útidyrnar skilur hann sjálfan sig eftir heima. Hann mætir án sín á kaffihúsið. Þar situr dóttir hans, sem er ekki lengur dóttir hans. „Viltu súkkulaðiköku og kakóbolla?“ spyr hann. „Nei, takk,“ segir hún. „Nei, þú ert orðin svo stór. Viltu kaffi?“ „Ég drekk bara grænt te,“ segir hún. „Nú, já,“ segir hann, lútir höfði og hugsar með sér: „Gott að ég er heima.“ En þegar hann kemur heim er hann víst farinn. Hann gengur að glugganum, horfir út í dimman garðinn og sér að þarna liggur hann í myrkrunum: Meinvillinn.
3.
The Harp of Vocal Cords String a harp out of severed vocal cords Hit it Let the song bleed forward Don’t stop Between the notes lies a turbulent silence Don’t stop though your fingertips bleed Not until the unwelcome blood pours out of the walls in the place of an echo from the houses of prayer the theatres all the houses from which they banished your voice Fill their ears with blood Woman! For centuries your silence has piled up inside the houses like a lump Sing it away layer by layer song by song Let it bleed forward the unwelcome voice that was too high too seductive the voice that could break glass Now it explodes the crystal chandeliers but that's alright for the air itself has transformed into resounding crystal Don’t stop Sing higher and higher until it makes the glass ceiling explode It rains all over the floor and when you pick up the shards you see that they are really fragments of the sky Wishing stars are strewn across the floor So sing now Sing my harp, made from severed vocal cords a red, red song _____ Raddbandaharpa Strengdu hörpu úr sundurskornum raddböndum Sláðu Leyfðu laginu að blæða fram Ekki hætta Milli tónanna býr ólgandi þöggun Ekki hætta þótt blæði úr fingurgómunum Ekki fyrr en óvelkomna blóðið streymir út úr veggjunum í bergmálsstað frá bænahúsunum leikhúsunum öllum húsunum þaðan sem þeir úthýstu rödd þinni Fylltu hlustir þeirra blóði Kona! Öldunum saman hefur þögn þín safnast upp í húsunum eins og kökkur Syngdu hana í burtu lag eftir lag Leyfðu henni að blæða fram óvelkomnu röddinni sem var of há of tælandi röddinni sem gat brotið gler Nú sprengir hún kristalskrónurnar en það er allt í lagi því loftið sjálft hefur ummyndast í ómandi kristal Ekki hætta Syngdu hærra og hærra Þar til hún sprengir loks sjálft glerþakið Því rignir yfir gólfin og þegar þú týnir upp brotin sérðu að þetta eru þá brot af himninum Óskastjörnur sáldrast yfir gólfið Svo syngdu nú Syngdu harpan mín úr sundurskornum raddböndum rautt rautt lag
4.
Algorithm Once I had a tiny window into the world outside Then you came along and it changed into a mirror Before, I would look out the window all the time searching for someone to understand me Now I see nothing except my own reflection in the glass Once they said that the Universe is still expanding Then they built a fence around the world made from commercials about drugs to treat rosacea and tips to fight writer's block And now I know that the church and Galileo were both wrong For the world neither revolves around the Earth nor the Sun No, it turns out that it revolves around me Only me You whisper it to me again and again as you spin me in endless circles around myself And I can feel it slowly vanishing the Waltch, the beat of three, that once was the World Itself No matter how much I ask you to stop No matter how much I protest “But I don’t want to… I don’t want to dance to the beat of the algorithm." _______ Algóriþmi Einu sinni átti ég lítinn glugga út í heiminn Síðan komst þú og hann breyttist í spegil Áður skimaði ég út um gluggan öllum stundum eftir einhverjum sem gæti skilið mig Nú sé ég ekkert nema spegilmyndina af sjálfri mér í glerinu Einu sinni sögðu þeir að alheimurinn væri ennþá að þenjast út Síðan byggðu þeir grindverk kringum heiminn úr auglýsingum um lyf við rósroða og húsráðum gegn ritstíflu Og nú veit ég að bæði kirkjan og Galileo höfðu rangt fyrir sér Því veröldin snýst hvorki kringum jörðina né sólina Nei hún snýst víst kringum mig aðeins mig Þú hvíslar því að mér aftur og aftur á meðan þú snýrð mér í endalausa hringi kringum sjálfa mig Og ég finn að hann er smám saman að hverfa þrískipti valstakturinn, sem var einu sinni heimurinn sjálfur Sama hversu ég bið þig að hætta Sama hversu ég mótmæli En ég vil ekki… Ég vil ekki dansa í algóriþma
5.
Friend translated by Meg Matich http://meglenska.is Before it’s too late to turn back he hangs his black coat on the rack in the anteroom hesitates, just a little and then sheds his shadow, too “Wait here, friend,” he says, gently as if to a faithful black dog too innocent to follow “I won’t be long” The draught tells him that he won’t be coming back He doesn’t know that, before he’s even crossed the threshold, his shadow has snuck away ______ Vinur Áður en ekki verður aftur snúið hengir hann svarta frakkann sinn á fatastandinn í anddyrinu hikar aðeins og hengir síðan skuggann sinn af sér líka “Bíddu þarna, vinur,” segir hann blíðlega, eins og við tryggan svartan hund sem er of saklaus til að koma með, “Ég verð ekki lengi,” Þó trekkur segi honum að hann komi aldrei aftur Hann veit ekki, að áður en hann stígur yfir þröskuldinn, laumast skuggi hans, óséður, í burtu.
6.
The Seas and the Harbour They kept saying that there were many fish in the sea not understanding that she didn’t want to catch fishes She longed to catch the ocean itself They said no one could do it But one day she finally found him and it turned out that he wasn’t a fish at all He was a conch That’s why his breath sounded like the sea. “Can too!” she said “Yes, I could catch the ocean!” *** He was not like other men For he was never a foreign country or an exotic taste When she hugged him she felt like a fish being released into the ocean after having fought so long for its life in the black sand that it has forgotten what it means to be home And when she realised that he never meant to catch her but to be the ocean to her she was overcome with relief deeper than joy *** She is lying with her head on his chest the movement like waves "This is just like being out on a boat,” she says “Yes, my love,” he replies “I will sail you to a safe harbour.” And with his heartbeat in her ears she knows that now the seas and the harbour have become one _______ Höfin og höfnin Þau sögðu að að væru margir fiskar í sjónum skildu ekki að hana langaði ekkert að veiða fiska Hún þráði að veiða sjálft hafið Þau sögðu að það væri ekki hægt En dag einn fann hún hann loksins og þá var hann alls ekki fiskur Hann var kuðungur Þess vegna hljómaði andardráttur hans eins og hafið „Víst gat ég veitt hafið“ sagði hún *** Hann var ekki eins og aðrir menn Hann var aldrei framandi land eða ókunnugt bragð. Þegar hún faðmaði hann leið henni eins og fiski sem er sleppt út í hafið eftir að hafa barist svo lengi um í svarta sandinum að hann er búinn að gleyma hvað það er að vera heima. Og þegar hún skildi að hann hafði aldrei ætlað að veiða hana heldur vera henni hafið helltist yfir hana léttir dýpri en öll gleði *** Hún liggur með höfuðið á bringu hans, hreyfingarnar eins og öldur. „Þetta er eins og að vera úti á bát,“ segir hún. „Já, ástin mín,“ segir hann. „Ég skal sigla þér í örugga höfn.“ Og með hjartslátt hans í eyrunum, finnur hún að nú eru höfin og höfnin orðin eitt.
7.
The train The train runs and runs and runs runs by fields and woods by rivers and lakes by farmland and mountains A little boy sits by the window looking at the foreign landscape thinking to himself I will never see this again none of this I will never see this tree again I will never see this mountain again And not this bird and not these flowers and not these straws And not this And not this either He looks on, and on, stunned by life’s latest discovery: The hour of good bye He then realizes that he forgot to say goodbye to everyone He looks on, and on, on everything passing by incessantly saying Goodbye tree Goodbye flowers Goodbye straws Goodbye grass Goodbye stream Goodbye mountain Goodbye Goodbye Goodbye He looks at his face hover over everything that passes by and abandons him He looks deeply into the blue eyes in the windowpane and says goodbye to the boy who didn’t know the hour of goodbye On and on the years pass and on and on the train runs as everything passes endlessly by the window In the little boy’s seat an old man is sitting who never looks out the window Outside a foreign landscape passes by but it doesn't concern the old man He turns the pages of his local paper from back home reading obituary after obituary looking into the eyes of the photographs one by one saying in his mind Goodbye Jón the baker Goodbye Guðmundur the shoemaker Goodbye Sigga the teacher Goodbye Óli my friend Goodby Gunna, my dear aunt He softly strokes the cheeks of the photographs The newspaper colours his fingers black He dries the tears from under his eyes and the ink from the paper dyes black strokes across his cheeks He happens to look out the window and for a moment it is as though they are all standing along the road waving goodbye to him Jón the baker Guðmundur the shoemaker Sigga the teacher Óli his friend Gunna his aunt and all the others A multitude of dead people is forming a line along the traintracks Suddenly he realizes that this is exactly the same place that he thought he would never see again when he was a little boy The dead people along the train tracks dissolve as though from joy while he looks out the window, saying in his mind Hello tree Hello straw Hello flower Perhaps not the same flower but certainly a descendant of that flower that I saw here as a child Hello stream not quite the same as back then no more than anyone else in this world Another water browner yet running along the same path as before Hello old gravel road Hello phonelines Hello bird Where are you going? Suddenly he notices the old man in the window with streaks of newspaper ink on his face reminiscent of tribal warrior paint His face hovers over everything trees fields of straw lakes It also hovers above the open newspaper that is reflected in the glass and the faces in the obituaries Over phonelines Over mountains Over birds Over rivers Over everything that abandons and disappears He alone is always there even when everything else passes by Suddenly it is as though he has never seen this face before He looks deeply into the eyes of the stranger and asks him: Who are you then you who is always here you who never leaves me but hovers over it all all that fades away all that abandons Who are you? He looks deeper and deeper into the eyes of the old man bluer than the heaven, endlessly passing by And he who has never believed finally asks, hesitantly Are you perhaps God? Then the sun bursts out from the clouds turning the gray hair golden once more And as the streaks of black newspaper ink from the obituaries roll down the glass like raindrops the wrinkles and the circles under his eyes fade away with them And there he is again the boy who said goodbye to the whole world a long time ago He smiles and says with wondrous joy “Good bye old man. Come out to play.” _____ Lestin Lestin brunar og brunar og brunar framhjá ökrum og skógum ám og lækjum túnum og fjöllum Lítill drengur situr við gluggann virðir fyrir sér framandi landslag og hugsar ég sé þetta þá aldrei aftur ekkert af þessu Ég sé þetta tré aldrei aftur Ég sé þetta fjall aldrei aftur og ekki þennan fugl og ekki þessi blóm og ekki þessi strá Og ekki þetta Og ekki þetta heldur Hann horfir og horfir agndofa yfir nýjustu uppgötvun lífsins, kveðjustundinni Áttar sig svo á því að hann gleymdi víst að kveðja alla Hann horfir og horfir á allt líða hjá og segir í sífellu Bless tré Bless blóm Bless gras Bless strá Bless lækur Bless fjall Bless Bless Bless Hann horfir á andlit sitt sveima yfir öllu sem líður hjá og yfirgefur horfir djúpt í blá augun í rúðunni og kveður drenginn sem þekkti ekki kveðjustundina Árin líða og líða og alltaf brunar lestin meðan allt líður endalaust framhjá glugganum Í sæti litla drengsins situr nú gamall maður sem horfir aldrei út um gluggann Fyrir utan líður framandi landslag en gamla manninn varðar ekkert um það Hann flettir hverfisblaðinu að heiman og les minningargrein eftir minningargrein horfir í augu ljósmyndanna eina af annarri og segir í huganum Bless Jón bakari Bless Guðmundur skósmiður Bless Sigga kennari Bless Óli vinur Bless Gunna frænka Hann strýkur vanga ljósmyndanna varlega í kveðjuskyni blaðið litar flettandi fingurna svarta Hann strýkur tárin úr augnkrókunum og prentsvertan litar svartar rákir á vanga hans Honum verður litið út um gluggann og andartak finnst honum eins og þau standi öll við vegarkantinn og vinki honum í kveðjuskyni Jón bakari Guðmundur skósmiður Sigga kennari Óli vinur Gunna frænka og allir hinir Ótal dánar manneskjur standa í röð meðfram lestarteinunm Allt í einu áttar hann sig á því að þetta er þá einmitt staðurinn sem hann hélt að hann myndi aldrei sjá aftur þegar hann var lítill drengur Dána fólkið við vegarkantinn leysast upp eins og í fögnuði á meðan hann horfir út um gluggann og segir í huganum Halló tré Halló strá Halló blóm Kannski ekki sama blóm en eflaust afkomandi blómsins sem óx hérna þegar ég var barn Halló lækur að vísu ekki samur og þá ekki frekar en neinn okkar í þessum heimi Annað vatn brúnna sem rennur þó sömu slóð Halló gamli malarvegur Halló símasnúrur Halló fugl Hvert ertu að fara? Skyndilega sér hann gamla manninum í rúðuglerinu með prentsverturákirnar á andlitinu eins og stríðsmálningu Andlit hans sveimar yfir öllu trjám stráum lækjum Það sveimar líka yfir opnu dagblaðinu sem speglast í glerinu og andlitunum í minningargreinunum Yfir símasnúrum yfir fjöllum yfir fuglum yfir ám yfir öllu sem yfirgefur öllu sem hverfur Hann einn er alltaf þarna þótt allt annað líði hjá Allt í einu er eins og hann hafi aldrei áður séð þetta andlit Hann horfir djúpt í augu ókunnuga mannsins Og spyr hann: Hver ertu þá þú sem ert alltaf hérna þú sem aldrei ferð frá mér en sveimar yfir öllu öllu sem hverfur öllu sem yfirgefur Hver ertu? Hann horfir dýpra og dýpra í augu gamla mannsins, blárri en himininn sem streymir framhjá Og hann sem hefur aldrei trúað spyr loks í hikandi undrun Ert þú kannski Guð? Þá brýst sólin fram úr skýjunum og gráa hárið litast gyllt og prentsverturákirnar af minningargreinum leka niður rúðuna eins og regndropar hrukkurnar og baugarnir undir augunum skolast í burtu með þeim Og þá er hann þarna aftur Litli drengurinn sem kvaddi allan heiminn endur fyrir löngu Hann brosir og segir undurglaðlega: “Bless gamli maður Komdu út að leika.”
8.
Wrong note And when the harp strings made from severed vocal cords sound through the auditorium the silencing of the ages breaks. A woman stands up from the audience She is holding a sign: “This is my voice. I want it back.” A murmur goes through the hall: “Is that not the Roma woman who used to sing outside the train station?” She walks up on the stage, pushes the harpist away and tries to play the strings of her own voice. The audience burst into laughter for she never learned to play the harp And while the tears roll down her cheeks she carries the harp away like a cross. Then the flutes remember the birds that used to sing in them while they were still branches And they begin to wander off key, far off into the vanished woods to sing their old song Outside the woman hears the flutes sounding like birds. And she promises herself to practice as much as she can until the strings become her own once more ______ Feilnóta Og þegar hörpustrengir úr sundurskornum raddböndum óma um salinn brestur þöggun aldanna Kona á áhorfendabekk stendur upp Hún heldur á skilti: “Þetta er röddin mín. Ég vil fá hana aftur.” Kliður fer um salinn: “Er þetta ekki Rómakonan sem söng fyrir utan lestarstöðina?” Hún gengur upp á sviðið, ýtir hörpuleikaranum frá, og reynir að leika á strengi sinnar eigin raddar. Áhorfendur bresta í hlátur, því hún lærði aldrei að spila á hörpu. Og meðan tárin renna niður kinnarnar ber hún hörpuna burt eins og kross. Þá minnast flauturnar fugla sem sungu í þeim þegar þær voru enn greinar Og þær fara út af laginu lengst inn í horfinn skóg að syngja gamla sönginn sinn Fyrir utan heyrir konan flauturnar hljóma eins og fugla. Og hún lofar sér að æfa sig eins mikið og hún getur þar til strengirnir verða aftur hennar eigin.
9.
In the beginning were the words Your face is my mask I carry it instead of my own You kissed me and your face sank into mine and I have become unrecognisable like water that has been coloured by wine I walk around drunk by you estranged from myself Sometimes I search for my face in mirrors but it has disappeared Your kisses made it fade away like the kisses of the pious century after century made the faces of the icons in the old churches fade until St. Mary, Joseph, Nicholas, George and Irene became faceless like God Don’t misunderstand me but sometimes I miss it My face has become your mask You carry it instead of your own And when I look at you I find my lost face again But I do not celebrate its return For I miss you Where are you? Where are you now? Where did you go? Our faces reflect each other They form a mist between them as though on the surface of a looking glass They dissolve melt into one another merge into a different face like a premonition of our child It looks more like myself than I did when I was a child Before you kissed me And I became coloured by you like water by wine It looks more like you before you loved me It is the love that will continue to live after both of us are gone whether or not it will ever become a child If this sorrow becomes our only child I will still feed it nurture it dress it in words I will never disown her never deny her never abandon her and leave her to die in the field Instead I leave behind these words But should you be born anyway my child please read these words the words that came before you and understand that In the beginning there was the word It was late And some said that it was too late for you to ever come In the beginning there were the words the piercing lonely words full of longing In the beginning there were the words the stammering, hesitant words That didn’t yet know whether you would ever really come to be In the beginning there was the word a muffled scream that contained all the words In the beginning there was silencing but within it dwelled the word which finally broke forth in a big bang and it became stars, suns and you my child For you were everything to me the entire starry sky and so much more Our faces have merged together into the face of our child It looks more like me than I do and more like you than you do I look at you, my child, see myself and my beloved one and I miss us no more This journey is about to end Your father and I are going away from here but our love is written in the stars For they will continue to shine in your eyes long after we are gone And you will have his eyes but my brows I bathe your face in kisses water it with tears like the pious their icons in the churches But it is my face that disappears not yours That’s how it’s supposed to be ______ Í upphafi voru orðin Andlit þitt er gríma mín Ég ber það í stað míns eigin Þú kysstir mig og andlit þitt sökk inn í andlit mitt Og ég er orðin óþekkjanleg eins og vatn sem vín hefur litað Ég geng um ölvuð af þér firrt sjálfri mér Stundum leita ég andlits míns í speglum En það er horfið Kossar þínir máðu það burt eins og kossar bænheitra öld eftir öld máðu burt andlit líkneskjanna í gömlu kirkjunum uns heilög María, Jósef, Nikólás, Georg og Írena urðu andlitslaus eins og Guð. Ekki misskilja mig en stundum sakna ég þess. Andlit mitt er orðið gríma þín Þú berð það í stað þíns eigin Og þegar ég horfi á þig finn ég aftur týnda andlitið mitt En ég fagna ekki Ég sakna þín Hvar ertu? Hvar ertu nú? Hvert fórstu? Andlit okkar spegla hvert annað mynda móðu á milli sín eins og á yfirborði spegilglers Þau leysast upp renna hvert inn í annað blandast saman í annað andlit eins og fyrirboði um barnið okkar Það líkist mér meira en sjálfri mér þegar ég var lítil áður en þú kysstir mig Og ég litaðist af þér eins og vatn af víni Það líkist þér meira en þér áður en þú elskaðir mig Það er ástin sem mun lifa okkur bæði hvort sem hún fær að verða barn eða ekki Ef sorgin verður eina barnið okkar Þá mun ég samt fæða hana næra hana klæða hana í orð Ég mun aldrei gera hana arflausa aldrei afneita henni aldrei bera hana út úr lífi mínu Í staðinn skil ég eftir þessi orð En ef þú fæðist nú samt barnið mitt Viltu þá lesa þessi orð Orðin sem voru á undan þér og skilja að í upphafi var orðið framorðið og sumir sögðu að það væri of seint að þú kæmir Í upphafi voru orðin nístandi einmana orðin full af þrá Í upphafi voru orðin stamandi hikandi orðin sem vissu ekki enn hvort þú gætir í alvörunni orðið Í upphafi var orðið kæft óp sem innihélt öll orðin Í upphafi var þöggunin en í henni bjó orðið og það braust loks fram í miklum hvelli og varð stjörnur, sólin og þú barnið mitt Því þú varst mér allt Stjörnuhimininn allur og svo miklu meira til Andlit okkar eru runnin saman í andliti barnsins okkar Það líkist mér meira en mér sjálfri og þér meira en þér sjálfum Ég horfi á þig, barnið mitt sé sjálfa mig og ástina mína og ég sakna okkar ekki framar Það fer að koma að leiðarlokum Við pabbi þinn förum héðan burt en ást okkar er skráð í stjörnurnar Því þær halda áfram að speglast í augunum þínum löngu eftir að við erum farin Og þú munt hafa augun hans en brúnirnar mínar Ég baða andlit þitt kossum lauga það tárum eins og hinir bænheitu líkneskin í kirkjunum En það er minn svipur sem hverfur ekki þinn Þannig á það að vera
10.
Do Not Ask Do not ask for her as the sky wilts from the autumn leaves As black birds fly circle after circle in the shrivelled air drawing a vanished sun do not ask for her As the ground beneath you withers from the red plastic bucket a child left behind do not ask for her Later on the beach scorched by an abandoned sandcastle as you wait for your ship look away but do not ask for her Later still on the streets of Paris when they ask you pretend that you never heard of her And if the word gets carried by the wind all the way to Rome act as though you never heard her name Much later on a winter’s day in Athens when you feel her name break forth like a kiss taste it in silence but do not let it leave your lips Instead, look directly into their eyes as you deny her And later when you finally arrive in the city that lost its name and ever since they simply call “the city” Do not ask for her least of all here And when you see a sun come to a halt in mid-air for it has become much too red to know whether it sets or rises but you know that you just missed your flight home then do not ask for her Not until it’s too late and you yourself dissolve into the question you never asked As the flowers beneath you wither and suns in distant galaxies explode and dreams come to an end For in the end everything will dissolve into a question without an answer ______ Ekki spyrja Þegar himininn sölnar undan haustlaufunum ekki spyrja eftir henni Á meðan svartir fuglar fljúga hring eftir hring í skrælnuðu loftinu og teikna horfna sól ekki spyrja eftir henni Þegar jörðin fyrir neðan þig visnar undan rauðri plastfötu sem barn skildi eftir ekki spyrja eftir henni Og seinna þegar fjaran sviðnar undan yfirgefnum sandkastala á meðan þú bíður eftir skipinu þínu líttu undan en ekki spyrja eftir henni Síðar meir þegar þeir spyrja þig um hana á götum Parísar láttu eins og þú vitir engin deili á henni Og ef orðið berst í vindinum alla leið til Rómar láttu eins og þú hafir aldrei heyrt hana nefnda á nafn Löngu seinna á vetrardegi í Aþenu þegar þú finnur nafnið hennar brjótast fram eins og koss bragðaðu á því í þögn en slepptu því ekki fram af vörunum Í staðinn skaltu horfa beint í augu þeirra og afneita henni Og seinna þegar þú kemur loks til borgarinnar sem missti nafnið sitt og menn nefna síðan aðeins “borgin” ekki spyrja eftir henni síst af öllu hér Og þegar þú sérð sól staðnæmast í miðju loftinu of rauða til að vita lengur hvort hún hnígur eða rís En þú veist að þú ert búinn að missa af fluginu heim þá skaltu alls ekki spyrja eftir henni Ekki fyrr en það er orðið of seint og þú leysist sjálfur upp í spurninguna sem þú aldrei spurðir Á meðan blómin fyrir neðan þig visna og sólir í fjarlægum stjörnuþokum springa og draumarnir líða undir lok Því á endanum leysist allt upp í spurningu án svars
11.
Decision (Translated by Meg Matich) When she realizes the situation is hopeless she decides to leave herself behind in the mirror its frame, gilded surrounded by pictures of dead relatives She shows up without herself at the restaurant “You look great,” says her enemy “You’ve really lost weight" _____ Ákvörðun Þegar hún sér að staðan er vonlaus ákveður hún að skilja sjálfa sig eftir í speglinum inni í gylltum ramma umkringda myndum af látnum ættingjum Hún mætir án sín á veitingahúsið „Mikið líturðu vel út,“ segir óvinkona hennar „Þú hefur bara lagt af”

credits

released January 10, 2023

license

all rights reserved

tags

about

Hlín Leifsdóttir & Morton Reykjavík, Iceland

Contemporary Classical/Spoken Word duet featuring Icelandic poet soprano Hlín Leifsdóttir and Greek composer Morton brings poetry to a new era, extending the boundaries of Icelandic through captivating musical expression. Production:ANNA V.
Mastering :Alen Milivojejvic
... more

contact / help

Contact Hlín Leifsdóttir & Morton

Streaming and
Download help

Report this album or account

Hlín Leifsdóttir & Morton recommends:

If you like Hlín Leifsdóttir & Morton, you may also like: